100 ár frá því að Akureyri fékk rafmagn

100 ár frá því að Akureyri fékk rafmagn
Fyrsta virkjun Rafveitu Akureyrar var í Glerá. Stíflan var byggð árið 1921 og stöðin tekin í notkun ári síðar.

N4 ritstjórn15.09.2022

Í september eru 100 ár liðin frá því að rafmagnsframleiðsla hófst á Akureyri og straumi hleypt á þau hús sem tengd voru þá. Þessum tímamótum verður fagnað með ýmsum hætti í septembermánuði. 

Í september eru 100 ár liðin frá því að rafmagnsframleiðsla hófst á Akureyri og straumi hleypt á þau hús sem tengd voru þá. Fyrsta mannvirki Rafveitu Akureyrar var stíflan í Glerá en hún var endurbyggð árið 1986 að mig minnir," segir Gunnur Ýr Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Norðurorku.  Aðspurð að því hversu mörg hús fengu rafmagn þá segir Gunnur að þau hafi verið milli 20 og 30 talsins.  Það er í raun skrýtið að það séu ekki nema 100 ár síðan því við getum ekki hugsað okkur lífið í dag án rafmagns. Og af þessu tilefni þá ætlum við að fagna í september.  Við erum búin að vera að bralla ýmislegt. Við hittum t.d. fyrrverandi starfsfólk Rafveitunnar í vikunni og það var ofboðslega gaman að sjá þennan hóp. Einhverjir þarna höfðu unnið rúmlega 50 ár hjá Rafveitunni og margar sögur og mikið hlegið."

 

Allir velkomnir í afmæli á laugardag

Rúsínan í pylsuendanum er afmælisdagskrá í Hofi laugardaginn 17. september. Segir Gunnur að öllum sé boðið og vilji þau sjá sem flesta þar. Boðið verður upp á kaffi, fróðlega fyrirlestra, ljósmyndasýningu og sýningu á gömlum munum er tengjast Rafveitunni. Afmælisdagskráin verður milli kl. 13 og 17.  Skemmtilegur leikur verður í gangi í tengslum við afmælið með veglegum vinningi er tengist rafmagni. HÉR má sjá afmælisdagskrána í heild sinni. 

 

 

Deila