534 nýir sjúkraflutningamenn

534 nýir sjúkraflutningamenn

N4 ritstjórn15.06.2022

534 nemendur voru nýlega útskrifaðir úr Sjúkraflutningaskólanum. Sjúkraflutningaskólinn er deild innan Sjúkrahús Akureyrar sem sinnir menntun og símenntun sjúkraflutningamanna og annara heilbrigðisstarfsmanna um allt land.

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin í Háskólanum á Akureyri nýlega, sú fyrsta í þrjú ár vegna Covid.  Útskrifaðir voru 534 nemendur fyrir árin 2020-21 og 22. Þar af voru 224 að útskrifast með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, EMT, 85 útskrifuðust með framhaldsmenntun í sjúkraflutningum, AEMT. Þá hafa 225 vettvangsliðar EMR, lokið námi á þessum þremur árum. Námskeið Sjúkraflutningaskólans eru haldin um allt land en grunn og framhaldsnámskeið voru kennd á Akureyri, Ísafirði, Reyðarfirði, Reykjavík og Sandgerði.

Deila