600 milljónir í íþróttaferðir

600 milljónir í íþróttaferðir
Mynd: Unsplash/Wesley Tingey

N4 ritstjórn23.07.2022

Ferðasjóður ÍSÍ styrkir um 3000 íþróttaferðir á ári og er sjóðurinn mjög mikilvægur fyrir mörg íþróttafélög, ekki síst út á landi. Heildarupphæð umsókna í fyrra var upp á 600 milljónir en úthlutun úr sjóðnum var um 154 milljónir.

Þetta er gríðarlega mikilvægur sjóður fyrir mörg félög ekki síst úti á landi og það eiga allir að vita af sjóðnum.  Það er að jafnaði sótt um styrk fyrir svona 3000 ferðir á ári þannig þetta er gríðarlegt magn af ferðum. En það eru alls ekki öll mót styrkhæf. Það eru aðeins Íslandsmeistaramótin í boltagreinunum sem eru styrkhæf en aðeins fjölbreyttara í einstaklingsgreinunum, þar eru meistaramót og bikarmót einnig inni," segir Halla Kjartansdottir skriftstofustjóri hjá ÍSÍ sem stýrir ferðasjóði ÍSÍ.  Hún bætir við að það sé aðeins beini ferðakostnaðurinn sem sé styrkhæfur, ekki gisting.  

 

Miklar fjárhæðir í gistingu og ferðalög

„Heildarupphæð umsókna í fyrra voru tæplega 600 milljónir. Það er valkvætt að skrá gistikostnað, okkur finnst áhugavert að halda utan um þær tölur og  hann var skráður 100 milljónir. Þannig þetta eru gríðarlegar fjárhæðir," segir Halla en að meðaltali veitir stjóðurinn styrki upp á um 127 milljónir árlega en styrkir síðasta árs voru upp á 156,4 milljónir vegna covid.  Nánar var rætt við Höllu í þættinum Taktíkin á N4 og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.  

 

 

 

Deila