Á ferð með sellóið um landið

Á ferð með sellóið um landið
Geirþrúður Anna er nýútskrifuð frá Julliard skólanum í New York og er hún lögð af stað í tónleikarferð um landið þar sem hún ætlar að spila sellósvítur Bach fyrir landsmenn. Mynd; Facebooksíða Geirþrúðar Önnu

N4 ritstjórn10.06.2021

Sellóleikarinn Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir mun ferðast um landið í sumar og leika allar sex einleikssellósvítur Johanns Sebastians Bach á mismundi stöðum á landinu.

Geirþrúður er nýútskrifuð frá Julliard skólanum í New York og ætlar að nýta júní og júlí til þess að kynna sellósvítur Bach fyrir landsmönnum. Í tilynningu vegna tónleikanna segir að sellósvítur Bach séu perlur sellóbókmenntanna og meðal dásamlegustu verka klassískra tónbókmennta. Hver þessi sellósvíta hafi sinn eigin brag, tóntegund og sérstæðu og tekur Bach flytjanda sem hlustendur í ótrúlegt ferðalag.

Geirþrúður byrjaði tónleikarferðina með tónleikum á Akranesi þann 8. júní, en annars verða tónleikarnir sem hér segir:

10. júní, kl. 20 - Hamrar, Tónlistarskóli Ísafjarðar

13. júní, kl. 16 - Berg, Menningarhús Dalvíkur

14. júní, kl. 20 - Hof ,Menningarhús Akureyrar

17. júní, kl. 20 - Gamla kaupfélagið í Breiðdalsvík

10. og 11. júlí, kl. 16 - Norðurljós í Hörpu, Reykjavík