Á Pólinn fyrir jólin

Á Pólinn fyrir jólin
Mynd: Raphael Renter/Unsplash

N4 ritstjórn05.12.2022

Upp á síðkastið hefur verið í gangi hreyfiáskorun í Grófinni Geðrækt á Akureyri sem ber nafnið Á Pólinn fyrir jólin. Hún felst í því að þátttakendur skrái niður alla þá vegalend sem þau fara, hvort sem það er fótgangandi, á hjóli, skíðum, í sundi eða öðru, og saman munu þau ferðast þá vegalengd sem samsvarar leiðinni á Norðurpólinn.

Inga María Ellertsdóttir, formaður stjórnar Grófarinnar stendur fyrir áskorunninni en hún stóð fyrir samskonar áskorun í sumar þegar þátttakendur fóru vegalengd sem samsvarar hringnum í kringum Ísland og síðan út í Grímsey. Þátttakendur geta
fylgst með árangrinum á síðu sem heitir Challenge Hound, en nú þegar hafa þau lokið tæplega einum þriðja leiðarinnar sem í heild er 2618 kílómetrar. Hópurinn gaf sér 69 daga til að ljúka verkefninu, en síðasti skráningardagur er aðfangadagur.


Eitt af markmiðum Grófarinnar að efla fólk í virkni og hjálpa því að kynnast eigin áhrifamætti og huga markvisst af geðheilsunni. Hluti af því er að vinna að sameiginlegu markmiði sem hópur og styðja þannig við starf Grófarinnar sem samfélag. Því
var ákváðið að safna áheitum og hvetja einstaklinga til að heita á hópinn með frjálsum framlögum og styðja þannig enn frekar að þróun batasamfélagsins sem þátttakendur mynda. Grófin eru frjáls félagasamtök og er þetta verkefni leið til að sækja styrki út í samfélagið, en nefna má sambærileg verkefni annarra félagasamtaka á borð við hina árlegu Pieta göngu, „Úr myrkrinu í ljósið.“ 
 

Styrktarreikningur Grófarinnar:
Kennitala: 430316-0280
Reikningur: 0565-14-405078

Deila