Aldís Kara dansar á Evrópumóti í Tallin

Aldís Kara dansar á Evrópumóti í Tallin
Skjáskot frá beinni útsendingu Skating ISU frá EM í Tallin

Rakel Hinriksdóttir13.01.2022

Íþróttakona Akureyrar 2021, Aldís Kara Bergsdóttir, skráði sig og þjóðina í sögubækurnar í morgun, kl. 9.59 að íslenskum tíma þegar hún var fyrst Íslendinga til þess að keppa í Evrópumóti fullorðinna í listdansi á skautum.

Aldís átti krefjandi verkefni fyrir höndum þegar hún steig á ísinn, en hún var fyrst keppenda á svellið. Fyrst íslenskra skautadansara til þess að keppa á móti af þessari stærðargráðu. Aldís dansaði við lagið 'Experience' og stóð þjálfarinn hennar, Darja Zajčenko, þétt við bakið á henni. Hún lenti snemma í því að lenda illa eftir stökk en hún átti stórkostlega endurkomu og kláraði dansinn með miklu öryggi. Aðdáunarvert, og þessi unga kona hefur greinilega stáltaugar. Hún fékk 42.23 stig, og það verður spennandi að sjá hvort að það dugi henni til þess að komast áfram í úrslitakeppni á laugardaginn kemur.

aldis og coach copy.jpg

Aldís Kara og þjálfarinn hennar, Darja Zajčenko, eftir dans Aldísar.

Hér má sjá myndband frá kjöri Íþróttamanns- og konu Akureyrar 2020, þar sem Aldís Kara er í stuttu viðtali við N4 um sigurinn og framtíðardraumana:

Kjörið á Íþróttamanni og konu ársins 2021 fer fram í lok janúar.

Deila