Ánægja með skíðaveturinn á Húsavík

Ánægja með skíðaveturinn á Húsavík
Skíðasvæðið við Reyðárhnjúk á Reykjaheiðið var formlega opnað i núverandi mynd í fyrravetur. Mynd: Facebooksíða Skíðasvæðis Norðurþings

N4 ritstjórn04.05.2021

Heilt yfir ríkir ánægja með skíðaveturinn á Húsavík. Alls var skíðalyftan við Reyðarárhnjúk á Reykjaheiði opin í 52 daga og innkoma af skíðasvæðinu var 1,8 milljón. Þetta er töluvert meira en í fyrra en þá voru opnunardagar á skíðsvæðinu einungis 10 talsins.

Á heimasíðu Norðurþings segir að heilt yfir hafi veturinn á skíðasvæðinu á Reykjaheiði gengið vel l þrátt fyrir að covid heimsfaraldurinn hafi takmarkað opnunina að einhverju leyti. Til dæmis var skíðasvæðið ekki opið um páskana sem er sá tími ársins sem er hvað vinsælastur til skíðaiðkunar.

1600 gestir í lyftunni

Skíðasvæðið á Reykjaheiði er rétt vestan við Höskuldsvatn, um 7 km. frá Húsavík. Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja. Yfirleitt eru þar lagðar 3 og 5 km gönguskíðabrautir og þá er þar líka toglyfta. Skíðayftan var áður við Skálamel en var flutt og var skíðasvæðið formlega opnað í núverandi mynd þann 28.desember 2019. Alls nýttu 1600 gestir sér toglyftuna í vetur og seldust um 100 árskort.