Átta verkefni styrkt á Bakkafirði

Átta verkefni styrkt á Bakkafirði
Frá Bakkafirði

N4 ritstjórn03.05.2021

Verkefnið Betri Bakkafjörður hefur styrkt átta samfélagseflandi verkefni á Bakkafirði, samtals 13,9 milljónir króna. Markmiðið með þessum verkefnum er að styrkja innviði Bakkafjarðar, skapa atvinnu og fjölga fólki á

svæðinu í samræmi við stefnumótun fyrir verkefnið sem samþykkt var á íbúafundi haustið 2019.

Heildarlisti yfir styrkþega vegna styrkja fyrir árið 2021:

Hafnartangi v/Þórir Örn Jónsson Pizzagerð 750.000,-

Björgunarsveitin Hafliði Endurbætur á Björgunarmiðstöð 2.000.000,-

Fljótir flutningar ehf. Þjónustuhús v/útgerðar/vélaverkstæðis 1.500.000,-

Áki Guðmundsson Endurbætur á Bergholti 1.500.000,-

Langanesbyggð Tanginn við ysta haf 4.000.000,-

Þórir Örn Jónsson Ferðaþjónusta Skólagötu, Bakkafirði 1.300.000,-

Ungmennafélag Langnesinga Frisbígolf 700.000,-

Ungmennafélag Langnesinga Ærslabelgur 2.143.680,-

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa

byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og

samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.