Berjadagar í Ólafsfirði og Ein með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina

Berjadagar í Ólafsfirði og Ein með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina
Tónleikar í Ólafsfjarðarkirkju. Mynd:berjadagar.is

N4 ritstjórn27.07.2022

Það verður nóg við að vera við Eyjafjörð um verslunarmannahelgina en þá verða tvær ólíkar hátíðir haldnar við fjörðinn.  Annars vegar Ein með öllu á Akureyri og hinsvegar Berjadagar í Ólafsfirði. 

Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði í Fjallabyggð. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Á hátíðinni koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar sem flytja klassísk tónlist, djass, brasilíska tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og óperu. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar! Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Sjá nánar HÉR 

 

Tívolí, sparitónleikar, kirkjutröppuhlaup

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyrir býður upp á fjölda viðburða. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, markaðsstemning í miðbænum, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu. Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Kirkjutröppuhlaupið við Akureyrarkirkju, strandhandboltamót í Kjarnaskógi, hópkeyrsla mótorhjólaklúbbsins Tíunnar og þríþrautarkeppni á Hrafnagili. Sjá nánari upplýsingar HÉR

 

 

Deila