miðvikudagur 29. desember 2021

Binda vonir við örvunarskammt 95

Binda vonir við örvunarskammt 95

N4 ritstjórn12.01.2022

Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason eru bjartsýn í byrjun árs eins og fram kemur í áramótakveðjunni þeirra þetta árið. Þau binda miklar vonir við örvunarskammt 95.

Vandræðaskáldin Vilhjálmur og Sesselía hafa undanfarin sjö ár sent frá sér syngjandi áramótakveðju. Áramótalagið hjá þeim að þessu sinni fjallar um það sem bar hæst á árinu 2021, hluti á borð við meðvirkni, lausagöngu katta, rafskutludjamm, fljúgandi hoppukastala og Bónusgrísinn. Þau mættu í Föstudagsþáttinn á N4 og fluttu áramótaannálinn en í viðlagi lagsins segja þau: „Við fögnum nýju ári þó framtíð virðist dimm en bindum von við örvunarskammt 95." Ekki kemur þó fram í laginu, sem heyra má í myndbandinu hér fyrir neðan, hvort átt sé við örvunarskatt númer 95 eða árið 2095...

Hlustið á áramótaannál Vandræðaskálda í heild sinni hér fyrir neðan.