Blái trefillinn í sölu í nóvember

Blái trefillinn í sölu í nóvember

N4 ritstjórn15.11.2022

Blái trefillinn, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak, stendur nú sem hæst. Það er krabbameinsfélagið Framför, félag karla með krabbamein í blöðruháldi og aðstandenda sem stendur að átakinu. 

Krabbameinsfélagið Framför er með ráðgjöf, fræðslu og stuðning fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur í samstarfi við Félag þvagfæraskurðlækna, Krabbameinsfélagið og Ljósið. Einnig eru starfræktir stuðningshópar og Hellirinn, samfélagslegt umhverfi til að stuðla að félagslegri virkni og fræðslu um betri lífsgæði.
 

 

Blái trefilinn er tákn um þá ábyrgð sem við höfum fyrir því að skapa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli,
þeirra mökum og aðstandendum bestu lífsgæði. Markmiðið með átakinu er:
1. Vitundarvakning um krabbamein í blöðruhálskirtli
2. Styrktarverkefni til að afla fjár við stuðnings- og þjónustuumhverfi félagsins.
 

 

Í tengslum við átakið verða haldnir nokkrir viðburðir en eins er hægt að kaupa nælu til styrktar málefninu í flestum apótekum, bensínstöðvum og í  vefversun á vefsvæðinu www.blaitrefillinn.is   Með kaupum á barmnælunni Bláa treflinum getur fólk stutt við sinn mann sem hefur fengið greiningu á krabbameini í blöðruhálsi, er í virku eftirliti, er í meðferð eð hefur lokið meðferð, hans maka og aðstandendur. Þetta er tækifæri til að styðja þá sem eru að eiga við krabbamein í blöðruhálsi.

Deila