Bleika slaufan í ár fléttuð úr þráðum

Bleika slaufan í ár fléttuð úr þráðum
Bleika slaufan er tileinkuð baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Hér eru hönnuðir slaufunnar í ár, þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn.

N4 ritstjórn29.09.2022

Árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan, hefst formlega í dag. Slagorð ársins í ár er  „Sýnum lit“. 

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Friðriksdóttur og Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum og er einstaklega falleg. Helga og Orri hófu samstarf sitt árið 2012 og hafa síðan hannað og smíðað undir nafninu Orrifinn Skartgripir. Þau reka verslun og verkstæði að Skólavörðustíg 43 þar sem þau selja skartgripalínur sínar. Helga er sjálf með BRCA genið og er því mjög mikið með hugann við þennan málstað. Þau bera mikla virðingu fyrir þessu verkefni og finnst mikill heiður að vera treyst fyrir hönnun slaufunnar.
 

Sterk saman

„Það var algjör hugljómun að vinna Bleiku slaufuna eins og hún væri hluti af Fléttu skartgripalínunni okkar. Merking Fléttu talar tungumál Bleiku slaufunnar fullkomlega, hún stendur fyrir umhyggju og vináttu. Slaufan er fléttuð úr þráðum, hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Við erum sterkust saman eins og átak Bleiku slaufunnar hefur sýnt" segir Helga. 

bls-22006-slaufan-fyrir-vefverslanir_hvitur-grunnur.png

 

Deila