Hestur grafinn í kirkjugarði í Skagafirði

Hestur grafinn í kirkjugarði í Skagafirði
Mynd: Hörður Pálson

N4 ritstjórn10.01.2022

Í kirkjugarðinum við Hof á Höfðaströnd segir sagan að hestur sé grafinn. Hesturinn var í eigu Jóns Jónssonar, afa Lilju Pálmadóttur.

„Ég trúi því að þetta sé eini reiðhesturinn sem hvílir í kristinna manna reit á Íslandi," segir Hjalti Pálsson ritstjóri Byggðasögu Skagfirðinga sem rifjaði upp sérstaka sögu í þættinum Að norðan á N4 varðandi það hvernig stendur á því að hestur sé grafinn í kirkjugarði í Skagafirði, nánar til tekið í kirkjugarðinum við Hofskirkju á Höfðaströnd.

Reiðhestur afa Lilju Pálma

Téður hestur hét Stormur og var hann síðasti reiðhestur Jóns Jónssonar á Hofi sem er afi Lilju Pálmadóttur sem býr á Hofi núna. Hvernig það kom til að hesturinn liggur nú í kirkjugarðinum á Hofi má heyra í innslaginu hér fyrir neðan.

N4 heimsótti nýlega kirkjuna á Hofi en miklar endurbætur hafa staðið yfir á henni að undanförnu en Lilja eignaðist kirkjuna á síðasta ári.Hofskirkja var bæði sigin og mikið fúin þegar framkvæmdir hófust. Endurbæturnar eru seinlegar þar sem vinna þarf margt með gömlum aðferðum og samkvæmt reglum um endurgerð friðaðra húsa, því kirkjan er orðin 150 ára gömul.

Deila