Einstakt samstarf hjá Nýheimum á Höfn

Einstakt samstarf hjá Nýheimum á Höfn

N4 ritstjórn24.05.2022

Húsnæði Nýheima á Höfn var upphaflega byggt fyrir framhaldsskólann og tekið í notkun fyrir 20 árum. Í húsinu eru í dag ýmsar stofnanir sem falla undir þá hugmyndafræði og samstarfsnet sem starfssemin byggir á um menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun á Suðausturlandi. 

Nýheimar þekkingasetur er stofnað sem samstarfshattur fyrir ólíkar stofnanir. Þær stofnanir sem fóru hingað inn fyrst þegar húsið var tekið í notkun höfðu ríkan vilja til þess að vinna saman og það byrjaði strax mjög öflugt samstarf milli þeirra. Þessi vilji til samstarfs varð í raun til þess að Nýheimar þekkingarsetur var svo stofnað. Í rauninni tóku þessar stofnanir samstarf svolítið á næsta stig og formgerðu samstarfið í þekkingingarsetrinu,” segir Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs.  


 

Ánægjuleg reynsla 

Auk Nýheima þekkingarseturs eru í húsinu Náttúrustofa Suðausturlands, Vatnajökulsþjóðgarður,  Fræðslunet Suðurlands og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands.  Við erum líka með lesaðstöðu fyrir háskólanema á Hornafirði. Þar er líka skrifstofa sem er  helguð frumkvöðlum á svæðinu og hægt að fá leigt skrifstofurými.  Menningarmiðstöð Hornafjarðar er líka hér á neðri hæðinni,” segir Hugrún Harpa sem var í viðtali í þættinum Að austan en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.  Reynslan er ákaflega ánægjuleg og góð. Kannski má segja að þetta sé svolítið einstakt samstarf og Nýheimar hafa fengið mikla athygli fyrir það hvernig við höfum unnið saman.” 

 

Deila