Evrópsk nýtnivika gegn fatasóun

Evrópsk nýtnivika gegn fatasóun
Mynd: unsplash.com/@beccamchaffie

N4 ritstjórn19.11.2022

Evrópska nýtnivikan stendur yfir dagana 19.-27. nóvember. Þema átaksins í ár er Hringrás og sjálfbærni textíls - Sóun er dottin úr tísku." Á Akureyri verður boðið upp á röð viðburða er snúa að þessu málefni. 

Þetta er samevrópskt árlegt átak og Akureyrarbær er að taka þátt í fimmta sinn og núna er þemað fatasóun. Nú er sóun komin úr tísku," segir Katla Eiríksdóttir sem var í viðtali í Föstudagsþættinum á N4 þar sem hún sagði nánar frá dagskrá vikunnar á Akureyri en alla vikuna verða röð viðburða er snúa að þessu málefni. Það eru fataskiptimarkaðir út um allan bæ, við erum að hvetja fyrirtæki til þess að setja fram borð einhversstaðar þar sem fólk getur komið með fötin sem það er hætt að nota og gripið sér eitthvað nýtt ef þau vilja. Þá er bara kominn vettvangur sem er aðgengilegt fyrir alla."

 

Fjölbreyttir viðburðir

Svo verð ég með smá fyrirlestur um nægjusemi og við verðum með reddingarkaffi á Amtbókasafninu þar sem við hittumst og hjálpumst að við að gera við fötin okkar. Ég þarf t.d. að læra hvernig ég geri við uppáhaldsbolinn minn. Ég mæti með hann og fæ vonandi aðstoð við að laga hann og get þá í framtíðinni gert það sjálf." Katla segir að dagskrána sé að finna í viðburðardagatali Akureyrarbæjar. Svo erum við líka opin fyrir hugmyndum, ef bæjarbúar eru með einhverjar hugmyndir sem þeir vilja bæta við þá er það alltaf í boði. "

 

Viðtalið við Kötlu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

Katla Eiríksdóttir, 

Deila