N4 logo

Farið yfir kosningabaráttuna og spáð í spilin

Farið yfir kosningabaráttuna og spáð í spilin
Birgir Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Aðalheiður Kristjánsdóttir og Óskar Þór Halldórsson í upptökuveri N4.

N4 ritstjórn22.09.2021

N4 hefur á síðustu dögum og vikum sent út tíu þætti þar sem Óskar Þór Halldórsson hefur rætt við fulltrúa allra tíu listanna sem bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum Suðurkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi - samtals 30 viðtöl.

Í ellefta þættinum, sem verður á dagskrá fimmtudagskvöldið 23. september kl. 20.30, fær Óskar Þór til sín þrjá gesti til þess að fara yfir kosningabaráttuna, kosningarnar á laugardag og hvað kunni að gerast í stjórnarmyndun eftir kosningar.

Gestir í þættinum eru Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, Katrín María Andrésdóttir, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur, og Aðalheiður Kristjánsdóttir, laganemi og formaður Þemis - félags laganema við Háskólann á Akureyri.