Fatastíll Villa: Formlegt tvist og fallegir litir

Fatastíll Villa:  Formlegt tvist og fallegir litir
Umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4 er alltaf sérlega snyrtilegur til fara og bíða margir áhorfendur spenntir yfir því að sjá fatasamsetninguna hjá Villa á hverjum föstudegi þegar þátturinn fer í loftið.

N4 ritstjórn20.02.2021

Leikarinn Vilhjálmur B. Bragason og umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4 er með ótrúlega skemmtilegan fatastíl og vekur athygli hvert sem hann fer. En hvernig mótaðist þessi stíll og hvar nær hann í þessi litríku föt sín?

„Ég myndi segja að fatastíllinn mótast jafnt og þétt, en þó fór snemma að bera á breskum áhrifum og raunar löngu áður en ég flutti sjálfur til Bretlands. Strax sem barn tók ég miklu ástfóstri við vesti og það er ást sem hefur fylgt mér allar götur síðan. Ég veit ekki hvað ég ætti að kalla stílinn, mögulega formlegt twist. Ég hef unun af þv íað blanda saman fallegum flíkum og dressa mig upp, en brjóta það svo upp með einhverju óformlegra eða einfaldlega með litasamsetningunni. Það er helst það sem hefur breyst meðárunum – ég er orðinn miklu djarfari í litavali. En ég held það fylgi því líka bara að hafaatvinnu og ástríðu fyrir því að standa á sviði og fyrir framan myndavél. Leikhúsmaðurinn í mér er líka afskaplega meðvitaður um að allt er búningur og maður á ekki að fara á mis viðað segja eitthvað með honum.“

- Ertu svona líka hversdagslega, þ.e.a.s í skyrtu, vesti og/eða jakkafötum, eða er þettab ara svona spari?

„Ég kem til dyranna og á svið eða út í búð eins og ég er klæddur hverju sinni. Ég er kannski sjaldnar í jakkafötum heima, en mikið að vinna með skyrtur og vesti og frakka íhversdagslífinu. Jakkaföt og blazera meira þegar ég er að skemmta eða í sjónvarpinu. En svohleyp ég og hreyfi mig mikið líka og þess vegna er ég oft í íþróttafötum, svo það kennirýmissa grasa í fataskápnum.“

Villi.jpeg

Ein nýjasta flíkin í fataskáp Villa: skógargrænn kasmír frakki frá Harvie og Hudson. Sindri Swan vinur Villa tók myndina af honum.

- Hvar kaupirðu fötin þín? Áttu þér einhverja uppáhaldsverslun?

„Ég á nokkrar uppáhaldsbúðir frá Lundúnaárum mínum. Þetta eru allt herrafataverslanir á Jermyn Street sem er mekka herrafataverslana í London (fyrir utan Savile Row, sem er auðvitað staðurinn til að leita á ef þú vilt allt klæðskerasniðið). Eftir að hafa lært á stærðirnarþarna ytra finnst mér lítið mál að panta mér föt beint að utan. Þá skiptir líka máli að geta treyst því að um gæðavöru sé að ræða. Uppáhaldsbúðin mín er New and Lingwood. Migdreymir um að eignast dressing gown frá þeim, en ég á tvo jakka, vesti, buxur og ýmislegt fráþeim sem á allt sérstakan sess í hjartanu. Svo eru Harvie and Hudson líka mikiluppáhaldsverslun, en flest vestin mín hafa komið þaðan í gegnum tíðina. En svo á égauðvitað jakka og föt frá Zara, Tommy Hilfiger og ýmsum öðrum þekktum merkjum. Ogíþróttaföt frá Adidas og Puma m.a. svo maður er ekkert við eina fjölina felldur.“

- Er einhver flík sem er í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 

„Maður er svo nýjungagjarn að oftast er það sem er nýjast í mestu uppáhaldi. Ég var t.a.m. að fáþennan fallega skógargræna kasmír frakka frá vinum í mínum í Harvie og Hudson. Sindri Swan vinurminn bauð mér í myndatöku og það kom ekki annað til greina en að fara í nýja frakkanum. En svo eruboater jakkarnir frá New and Lingwood líka í miklu uppáhaldi og þeir hafa nú sést á skjánum.“

Villi01.jpeg

Hér eru Vandræðaskáldin á verkalýðsdeginum og klæðist Villi röndóttum jakka frá New and Lingwood.