Fjóra presta vantar út á land

Fjóra presta vantar út á land
Oddur Bjarni Þorkelsson er einn af prestum landsbyggðanna. Hann er prestur í Dalvíkurprestakalli en var fyrir áramótin að leysa af í Glerárkirkju á Akureyri vegna manneklu.

N4 ritstjórn14.01.2022

Biskup Íslands hefur auglýst fjögur preststörf laus til umsóknar. Öll störfin eru úti á landi og er óvenjulegt að svona mörg preststörf sé laus til umsóknar í einu.

Á heimasíðu Biskupsstofu segir að það sé óvenjulegt að um þessar mundir séu auglýst fjögur störf presta laus til umsóknar, þar af þrjú sóknarprestsstörf og eitt prestsstarf. Skýringin er sú að um tíma hefur verið í gildi ráðningarbann hjá Þjóðkirkjunni og rann það út 1. janúar s.l. Nú er því óskað eftir presti í Egilsstaðaprestakall, sóknarprestum í Víkurprestakall, Skálholtsprestakall og í Þingeyraklaustursprestakall. Umsóknarfrestur er til 23. janúar.

Prestar landsins geta sannarlega verið alls konar og við rifjum í því sambandi upp viðtal við prestinn Odd Bjarna Þorkelsson, sem var í viðtali í Föstudagsþætti N4 árið 2014 þegar hann fékk embætti í Dalvíkurprestakalli. Oddur Bjarni er enginn venjulegur prestur, hann er líka tónlistarmaðru og dagskrárgerðarmaður á N4 samhliða preststarfinu. Hann sér um Föstudagsþáttinn á stöðinni og svo fer hann með annað af aðalhlutverkunum í barnaþáttunum Himinlifandi.

Deila