N4 ritstjórn24.07.2022
Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag endurtekur sumarævintýri fjölskyldunnar frá því sumarið 2021 sem heppnaðist vel og var mjög vel sóttur
Á heimasíðu Árborgar kemur fram að um sé a ræða sex staði í sveitarfélaginu þar sem búið er að setja sérstaka póstkassa sem þarf að ganga að og merkja í gestabókina. Staðirnir eru við Grýlupottana, Hellisskóg, Hallskot og fuglafriðlandið, Ingólfsfjall, fjaran við Knarrarósvita og Silfurbergið en nánari skýringar má finna inn á heimasíðu Árborgar.
Kvitta í gestabækur
Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í náttúru sveitarfélagsins, kynnast nærumhverfi sínu betur, uppgötva staði sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar saman. Verkefnið er sett upp af Díönu Gestsdóttur, lýðheilsu- og forvarnarfulltrúa a hjá Sveitarfélaginu Árborgar en hún sér um verkefni tengd heilsueflandi samfélagi fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu. Vinningar eru í boði frá veitingastöðum í sveitarfélaginu, til dæmis Kaffi krús, Skyrlandi og Miðbænum. Til að komast í vinningspottinn þarf að kvitta í fjórar bækur af þeim sex sem í boði eru.