Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu

Formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur Húnavatnssýslu

N4 ritstjórn30.11.2020

Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa allar samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður.

Samstarfsnefndinni er falið að setja verkefninu um sameiningu nánari verkáætlun og tímaramma. Stefnt er að því að hún skili áliti sínu til sveitarstjórna eigi síðar en 26. mars á næsta ári. Sveitarstjórar munu hafa seturétt með málfrelsi og tillögurétt á fundum samstarfsnefndarinnar.

Mynd/frá Blönduósi/mynd blondios.is

Deila