Frá Sauðárkróki til London í tónlistarnám

Frá Sauðárkróki til London í tónlistarnám
Atli Dagur og Haukur Sindri vinna saman að tónlist.

N4 ritstjórn22.09.2022

Vinirnir Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson búa báðir í London. Þeir stunda báðir tónlistarnám í borginni og vinna saman að tónlistarsköpun. 

Strákarnir, sem eru frá Sauðárkróki, segja að það hafi verið mikil viðbrigði að flytja frá 3000 manna bæjarfélagi til borgar eins og London. Þeir eru ekki í sama skóla enda að læra mjög ólíka hluti.  Atli Dagur stundar bakkalárnám í lagasmíði við ICMP London á meðan Haukur Sindri er í Royal College of Music, þar sem hann er að taka masterinn í kvikmyndatónlist. Ég var að klára fyrsta árið mitt sem snýr í raun bara að því að semja samtímatónlist, popptónlist, í raun það sem hægt er að líta á sem venjulega útvarpsvæna tónlist," segir Atli Dagur. Ég hef alltaf haft gaman af sögum og kvikmyndum og í kvikmyndatónlist eru yfirleitt engin takmörk fyrir því hversu mörg hljóðfæri þú mátt nota," segir Haukur þegar hann er beðinn um að útskýra námsval sitt. 

 

Plata tilbúin

Haukur og Atli hafa þekkst síðan þeir voru 10 ára en fóru ekki að búa til tónlist saman fyrr en árið 2020, þrátt fyrir að hafa báðir verið viðloðandi tónlist lengi.  Þeir eru búnir að setja saman plötu sem er tilbúin en mun þó ekki koma út fyrr en næsta vor. Í dag er ekkert vit í því að gefa út plötu nema þú sért með mikið af fólki sem er að fylgjast með þér. Eins og þetta virkar í dag þá skiptir svo miklu máli að koma stökum lögum á framfæri og fá einhvern meðbyr með þeim. Því fleiri lög sem þú gefur út stök þeim mun meiri líkur eru á því að eitt þeirra detti inn á einhvern stóran spilunarlista." Platan kemur út á Spotify en verður einnig fáanleg á vínýl í takmörkuðu magni. 

 

Fyrir þá sem eru á leið til Bretlands í október, þá verða félagarnir með tónleika þann 11. október í Bedford.  Strákarnir voru gestir í Föstudagsþættinum á N4 og má sjá viðtalið við þá í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

 

 

 

Deila