Framkvæmdir á Hótel Búðum

Framkvæmdir á Hótel Búðum
52 herbergi verða á Hótel Búðum þegar framkvæmdum lýkur.

N4 ritstjórn18.06.2022

Framkvæmdir vegna stækkunar á Hótel Búðum eru nú í fullum gangi. Eftir breytingarnar verður hótelið um þrjú þúsund fermetrar að stærð. 

Það er það mikið að gera hjá okkur á sumrin, við þurfum fleiri herbergi. Vonandi, ef allt gengur samkvæmt plani, þá opnum við nýtt hótel næsta sumar," segir Berglind Arnardóttir, hótelstýra á Hótel Búðum, aðspurð um framkvæmdirnar sem nú eru í gangi við hliðina á hótelinu. Unnið er að því stækka hótelið en eftir breytinguna þá verður það um þrjú þúsund fermetrar eða tvöfaldast að stærð miðað við það sem það er núna.  

 

Þátturinn Að Vestan heimsótti nýlega hótelið og heyrði um sögu þess, framkvæmdirnar og ýmislegt fleira. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

Deila