Eins og önnur þjóðhátíð

Eins og önnur þjóðhátíð
Mynd; tmmotid.is/

N4 ritstjórn29.07.2022

Vestamannaeyingar eru heimsmeistarar í því að halda fjölliðamót í íþróttum. Mótin krefjast mikils undirbúnings og fjölda sjálfboðaliða enda tvöfaldast íbúafjöldi Eyja á stærstu mótshelgunum.

Árlega eru haldin mörg fjölliðamót í Eyjum t.d. TM mótið sem er knattspyrnumót fyrir 5. flokk kvenna og Orkumótið fyrir 6. flokk drengja.   Þátttakendur á TM mótinu voru um 1200 og má reikna með því að talan tvö til þrefaldist ef fylgdarlið er talið með. Hér búa um 4000 manns þannig að fjöldi fólks á eyjunni tvöfaldast þegar mótin eru, segir  Sigríður Inga Kristmannsdóttir verkefnastjóri hjá ÍBV sem á tveimur helgum hefur tekið á móti 7-8000 manns til Eyja sem er bara eins og önnur þjóðhátíð. 

 

Þörf fyrir 500 dómara

Sigríður Inga var í viðtali um starfs mótsstjórans í þættinum Taktíkin á N4 og þar var hún m.a. spurð að því hvaða áhrif þetta hefði á samfélagið og Eyjaskeggja.  Það eru bara allir að bæta í þessar helgar sem mótin eru haldin. Verslanir og þjónustuaðilar hér í Eyjum bæta við starfsfólki þessar helgar. Það er nóg að gera í gistingu, á veitingastöðum og verslunum. Þetta er mikill fjöldi en sem betur fer erum við með flotta þjónustuaðila hér í Eyjum sem ná að anna þessu og geta tekið á móti gestunum okkar. “ Þá þarf fjölda sjálfboðaliða á svona mót, t.d. eins og dómara.  Við bara nýtum okkar fólk hér,  meistaraflokkinn okkar er mjög duglegur að dæma. Svo höfum við verið með dómaranámskeið fyrir krakkana sem stunda nám í akademíunum hjá okkur, svo eru líka með gamalreyndar kempur sem taka upp flautuna á þessum mótum,”  segir Sigríður sem sagði nánar frá því hvernig þessi stóru fjölliðamót ganga fyrir sig í Taktíkinni á N4 en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

 

Deila