RÚV í heimsókn á N4

RÚV í heimsókn á N4

N4 ritstjórn23.11.2022

Hópur stjórnenda og starfsmanna RÚV kom í heimsókn á N4 eftir  árlegan landsbyggðar fund á Akureyri í gær. 

 

Starfsfólk svæðisstöðvanna, dagskrár- og fréttastjórar RÚV og fleiri kynntu sér starfsemi N4 og var ekki annað að finna en fólki þætti mikið til starfseminnar koma.  Á N4 er eina studio landsins utan höfuðborgarinnar og geta falist mörg tækifæri í því að koma á meira samstarfi milli þessara tveggja sjónvarpsstöðva með það að markmiði að efla umfjöllun og fjölmiðlun af landsbyggðunum. 

" Það var afskaplega gaman að fá þau hingað til okkar í heimsókn og geta kynnt starfsemi N4, aðstöðu og fagmennsku okkar. Við erum jú að sinna sameiginlegum hagsmunum íbúa landsbyggðanna og getum klárlega gert það enn betur með auknu samstarfi" segir María Björk Ingvadóttir framkvæmdastjóri

N4. 

Deila