Eina opinbera starfið í Langanesbyggð lagt niður um áramótin.

Eina opinbera starfið í Langanesbyggð lagt niður um áramótin.
Nýtt merki sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps

N4 ritstjórn11.01.2023

Starf fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn, sem var eina ríkisstarfið sem verið hefur í Langanesbyggð, var lagt niður um áramótin. Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sem sameinuðust í eitt sveitarfélag á síðasta ári eru að stíga sín fyrstu skref í sameiginlegum dansi og baráttu við þær fjölmörgu áskoranir sem við er að etja. Íbúar erum um 600 talsins. 

Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að opinber þjónusta sem veitt er nær höfuðborgarsvæðinu sé miklu minni á landsbyggðunum og þróunin sé frekar sú að taka burt opinber störf en að færa þau út á land.  Þeir sem ekki geta eða vilja keyra 630 kílómetra aðra leið til Reykjavíkur, fái 40 % afslátt af þremur ferðum á ári en sá hængur sé á að bókunarkerfi Norlandair og Icelandair tali ekki saman svo samgöngukostnaður sé gífurlega hár fyrir fólk sem býr langt frá Höfuðborginni. En þrátt fyrir ýmsar hindranir og ógnanir fyrir lítil sveitarfélög á landsbyggðunum segir Björn að það sé orðið eftirsóknarvert að ala börn upp í nálægð við náttúruna og meira öryggi og sjálfur vilji hann hvergi annarsstaðar búa en í Langanesbyggð.  Rætt var við Björn í þættinum Að norðan.  

Deila