Haustroði á Seyðisfirði

Haustroði á Seyðisfirði

N4 ritstjórn29.09.2022

Haustroði, hin árlega markaðs- og uppskeruhátíð Seyðfirðinga verður haldinn hátíðlegur um helgina. Gleðin hefst með tónleikum og uppistandi hæfileikahjónanna Snorra Helga og Sögu Garðars í Herðubreið á föstudagskvöldið og svo tekur markaðsstemming yfir á laugardeginum. 

Stóri dagurinn er á laugardaginn þar sem verður hin sígilda matar- og markaðsstemning í félagsheimilinu Herðubreið. Þar mun kenna ýmissa grasa en í boði verður kompudót og fatnaður frá smekklegum íbúum og matur og handverk frá hæfileikafólki. Sultukeppnin er á sínum stað og væntum við þess að samkeppnin verði jafnt gómsæt og harðvíg. Þátttakendur í keppninni eru beðnir um að mæta með sultukrukku í Herðubreið milli klukkan 11 og 12 ásamt lokuðu umslagi sem merkt er nafni sultunnar og nafni sultugerðarmannsins. Úrslit verða kynnt í Herðubreið klukkan 15:30.

 

Þá verður dans- og söngvamyndinni Abbababb sýnd í fyrsta sinn á Austurlandi í Herðubíó klukkan 15:00. Myndlistin fær sitt pláss en Ra Tack opnar myndlistasýningu í Herðubreið og sýning Rikke Luther í sýningarsal Skaftfells og Bernd Koberling í Skaftfell Bistro verða opnar almenningi. Deginum verður síðan slitið með barsvari á Hótel Öldu. Nánari dagskrá og frekari upplýsingar má sjá hér.

Deila