FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
N4 ritstjórn13.05.2022
Tónleikar sem fengið hafa heitið Glimmer verða haldnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri föstudagskvöldið 13. maí. Þar blandast saman mynd og hljóð.
Tónleikarnir Glimmer verða haldnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri föstudaginn 13 maí kl. 20. Fram koma: Michaela Grill & Sophie Trudeau, Hafdís Bjarnadóttir & Brynjar Daðason, Guðmundur Ari Arnalds.
Sophie Trudeau og Michaela Grill byrjuðu að vinna saman 2015 og eru þekktar fyrir tilfinningasama, lifandi tónlistar & myndgjörninga. Þær vinna einnig í sameiningu að innsetningarverkum með áherslu á náin tengsl myndar og hljóðs. Hljóðræn og myndræn könnun á heimi viðkvæmra samsetninga: laglína, skuggaspils og ennþá óþekktra minninga. Löngun til samruna, jafnvel fegurðar, segir í tilkynningu frá Verksmiðjunni.
Tónleikar með sama nafni verða haldnir í Mengi, Reykjavík 15.05 kl. 20. Þá stendur yfir yfirlitssýning Michaelu Grill í Verksmiðjunni en hún verður opin til 12.júní.