Karl Eskil Pálsson22.01.2021
Veðursofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Sröndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Viðvörunin gildir til hádegis á sunnudaginn.
Gert er ráð fyrir allhvassri eða hvassri norðanátt á Ströndum og Norðurlandi vestra, snjókomu eða éljagangi. Skyggni verði mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Á Norðurlandi eystra verði allhvöss eða hvöss norðanátt, snjokoma eða él. Þar verði skyggni
mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Á Austurlandi verði líka allhvöss eða hvöss norðanátt. Snjókoma eða él, skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Eins og fyrr segir gildir þessi gula viðvörun til hádegis á sunnudaginn.