Hamingjusami kartöflubóndinn

Hamingjusami kartöflubóndinn
Helgi ásamt unnustunni Kareni Evu Sigurðardóttur.

N4 ritstjórn08.08.2022

Helgi Ármannsson er ungur kartöflubóndi í Þykkvabæ. Hann segist hamingjusamur í sveitinni en áður en hann áttaði sig á því að  lífið væri kartöflur hafði hann draum um að ná langt í fótbolta. 

Ég held ég sé bara mjög hamingjusamur í mínu lífi. Ég er að upplifa ákveðinn draum og fæ að vera hér og konan mín vill vera hér með mér og börnin eru hamingjusöm," segir Helgi sem býr í Vesturholtum í Þykkvabæ ásamt unnustu sinni og tveimur börnum. Helgi var í viðtali í þættinum Mín leið á N4 og hans skilaboð til áhorfenda voru þessi;  Gerðu bara það sem þig langar að gera. Ekki reyna að lifa draum einhvers annars." 

 

Vildi ná langt í fótbolta

Helgi er yngstur fimm bræða sem ólust upp í Vesturholtum í Þykkvabæ þar sem foreldrar þeirra stunduðu kartöflurækt. Draumur Helga var þó  ekki alltaf sá að gerast kartöflubóndi því þegar hann fór í nám í menntaskóla í Reykjavík hafði hann löngun til þess að láta reyna á fótboltadrauminn.  Ég ætlaði mér að ná langt í fótbolta en varð fljótlega ljóst að það væri nokkuð erfiður draumur," segir Helgi. Þá fann hann fljótt að borgarlífið átti illa við hann svo hann flutti sig yfir í Menntaskólann á Laugarvatni og síðan lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri þar sem hann var í eitt ár. Þá hafði hann líka áttað sig á því hvað hann vildi í lífinu.  Þá varð mér ljóst að mig langaði til þess að taka við búskapnum af foreldrum mínum í Vesturholtum, og vinn við kartöfluræktina ásamt foreldrum mínum og bróður.  Ég keypti jörð af foreldrum mínum og flutti inn í gamla bæinn," segir Helgi sem þá var 23 ára gamall.  Unnusta Helga, Karen Eva, kemur frá Hellu en hann náði að draga hana með sér í Þykkvabæinn. Við vorum saman í grunnskóla á Hellu. Svo kynntumst við bara í gegnum skemmtanalífið. Hann var alltaf sætasti strákurinn í skólanum að mínum mati," segir Karen Eva. 

 

Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en þar talar hann um kartöfluræktina, æskuna í Þykkvabænum og daglega lífið. 

 

 

Deila