Hjálparljósið besta hugmyndin

Hjálparljósið besta hugmyndin

N4 ritstjórn26.05.2022

Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljós í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.  Þá var Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, titlinn Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022.  

Það var Asmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti verðlaun fyrir nýsköpun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla um helgina. Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljós. Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, er Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022.

 

Hjálparljósið er ljós sem nemendur kveikja á í kennslustundum í stað þess að rétta upp hönd þegar þeim vantar aðstoð frá kennara. Sjá nánari útskýringu á mynd hér fyrir neðan. 

 

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík.

 

Deila