N4 logo

FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022

Hópkeyrsla til að minna fólk á að mótorhjólin eru komin á göturnar

Hópkeyrsla til að minna fólk á að mótorhjólin eru komin á göturnar
15. maí er afmælisdagur Heidda.

N4 ritstjórn13.05.2022

Bifhjólasamtökin Tían heldur sína árlegu hópkeyrslu, sunnudaginn 15. maí. Hópkeyrslan er til að minna fólk á að mótorhjólin eru komin á götuna. 

Oftast hefur hópkeyrslan verið haldin á verkalýðsdaginn 1.maí en stjórn Tíunnar breytti því í fyrra bæði vegna þess að oft er veður óhentugt þennan dag Norðanlands þar sem göngugatan og Ráðhústorg er í notkun vegna fundahalda þennan dag. 15. maí hópkeyrslan verður því nú í annað sinn. Dagurinn er afmælisdagur Heiðars Þórarins Jóhannssonar, Heidda # 10, en Tían Mótorhjólaklúbburinn  var stofnaður í minningu hans en Heiddi var Snigill nr #10 og nafnið Tían er út af því. Áætlað er að hefja hópaksturinn við Kirkjugarða Akureyrar kl 14:30. Mæting er kl.14:00 byrjað verður á því að leggja blóm á leiði Heidda og eftir það verður hópaksturinn. Búist er við því að 50-60 hjól taki þátt en m.a. verður keyrt upp í Hlíðarfjall. 

 

Mótorhjólasafnið á Akureyri var stofnað í minningu Heidda af ættingjum hans og vinum en safnið hafði verið draumsýn hans. Hér fyrir neðan má innslag frá árinu 2018 þar sem segir aðeins frá starfssemi Tíunnar og Mótorhjólasafninu. 

 

Deila