Hreindýr fastagestir á tjaldstæðinu á Bakkafirði

Hreindýr fastagestir á tjaldstæðinu á Bakkafirði
Mynd: Þórir Örn Jónsson

N4 ritstjórn23.05.2022

Heldur óvenjulegir tjaldgestir hafa yfirtekið tjaldsvæðið á Bakkafirði. Um er að ræða hreindýrahóp sem hefur mætt daglega þangað undanfarinn mánuð.

Þórir Örn Jónsson sagði frá uppákomunni á Facebooksíðunni Tjaldsvæði  en þar ræða meðlimir allt milli himins og jarðar er tengist tjaldsvæðum landsins. Færsla Þóris vakti nokkra eftirtekt, ekki síst myndirnar sem fylgdu með færslunnni, en þær voru af hreindýrahjörð. Sagði Þórir þetta:

 

 Ég bý á Bakkafirði þar sem við erum með litla ferðaþjónustu og rekum einnig tjaldsvæðið. Þessir ágætu fastagestir hafa mætt á tjaldsvæðið á hverjum einasta degi núna í rúmlega 4 vikur, líklega ekki mörg tjaldsvæði sem bjóða uppá svona sýningu í morgunsárið."

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hreindýr koma við á Bakkafirði og gera sig heimakomin í þorpinu,  en það er spurning hvort hreindýrahjörðin trekki ekki að fólk á leið í útilegu. Hversu ævintýralegt er það að vakna upp með hreindýr allt í kring um sig?

 


 

Deila