N4 ritstjórn10.06.2022
Nú þegar ungmenni landsins eru að ráða sig í sumarstörf er ágætt að hafa í huga að ákveðnar reglur gilda varðandi störf þeirra.
Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þá þurfa börn að vera orðin 13 ára til að geta ráðið sig í vinnu við hæfi. Yngri börnum er þó heimilt að taka þátt í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi en afla skal leyfis frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur. Þá fellur ekki heldur heimilisaðstoð á einkaheimili atvinnurekanda eða vinnu í fjölskyldufyrirtækjum undir reglugerðina, enda sé vinnan tilfallandi eða vari í skamman tíma og ekki skaðleg eða hættuleg ungmenninu.
Vinnutími og vinnuálag
Atvinnurekendur þurfa að fara eftir ákvæðum laga og reglna um vinnutíma sem er mismunandi eftir aldri. Tryggja skal að vinnutími og vinnuálag ógni ekki heilbrigði eða öryggi, né raski skólagöngu barna og unglinga sem ráða á til starfa. Atvinnurekandi skal tryggja að ungmenni fá fullnægjandi kennslu og leiðbeiningar þannig að tryggt sé að vinnan sé ekki hættuleg öryggi eða heilsu þeirra. Atvinnurekandi skal kynna ungmennum þær ráðstafanir sem gerðar eru til að tryggja öryggi þeirra og heilbrigði.Vinnan skal fara fram undir viðeigandi eftirliti af einstaklingi sem orðinn er 18 ára og hefur nægilega innsýn í eðli vinnunnar.Atvinnurekanda ber að kynna foreldrum barna eða forráðamönnum hugsanlega áhættu og allar ráðstafanir sem eru gerðar til að tryggja öryggi þeirra og heilbrigði. Forðast skal að láta börn(undir 15 ára) lyfta þyngri byrði en 8 -10 kg háð vinnuaðstæðum. Þá má gera undantekningar á þessu þar sem viðeigandi hjálparbúnaður er notaður, t.d. hjólavagnar eða léttar hjólbörur og vinna skipulögð þannig að burður sé í lágmarki. Sjá nánar um reglugerð um vinnu barna og unglinga inn á island.is
Dæmi um vinnu sem hentar ungmennum yngri en 15 ára