Íbúum fækkar í þremum landshlutum

Íbúum fækkar í þremum landshlutum
Íbúum fjölgar í Svalbarðsstrandarhreppi í Eyjafirði / mynd n4.is

Karl Eskil Pálsson06.04.2021

Landsmömönnum fjölgaði um 1,280 á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. apríl, eða um 0,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 528 á tímabilinu og íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði um 31.

Lítilsháttar fækkun varð á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi vestra. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,5% eða um 1.118 íbúa. Íbúum á Vestfjörðum fjölgaði einnig um 0,5% eða um 34 íbúa.

Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 0,1% á tímabilinu. Á Akureyri fjölgaði um 31 íbúa. Í Hörgársveit fjölgaði um 26 og í Svalbarðsstrandarhreppi um tuttugu íbúa. Hins vegar fækkaði íbúum í Skútustaðarhreppi um 21. Í Fjallabyggð fækkaði um tólf og í Norðurþingi fækkaði um fjórtán íbúa á tímabilinu.