Íbúum Hörgársveitar fjölgar langt umfram landsmeðaltal

Íbúum Hörgársveitar fjölgar langt umfram landsmeðaltal
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri / mynd n4.is

Karl Eskil Pálsson03.05.2021

Íbúar Hörgársveitar voru um mánaðamótin 687 og hefur þeim fjölgað um 39 manns frá 1. desember í fyrra. Sveitarstjórinn býst við enn frekari fjölgun, enda seljist lóðir hraðar en gert var ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðaskrár.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að gert sé ráð fyrir 110 íbúðum í nýju hverfi við Lónsbakka, lóðirnar þar seljist hratt og vel.

„Við gerum ráð fyrir umtalsverðri fjölgun íbúa á þessu ári og miðað við þessar nýju tölur sýnist mér að það gangi allt saman eftir. Hérna eru innvirðir sveitarfélagsins nokkuð öflugir og ungt fólk vill búa hérna. Sveitarfélagið er vel rekið, við skiluðum til dæmis hagnaði á síðasta ári, svo dæmi sé tekið. Þetta er hlutfallslega mikil fjölgun en við erum vel í stakk búin til að taka vel á móti nýjum íbúum,“ segir Snorri Finnlaugsson.

Fjölgunin í Hörgársveit er 6% en á landsvísu var fjölgunin 0,4% frá 1. desember í fyrra.

Á Akureyri fjölgaði um 0,2% á sama tímabili, eða um 34 íbúa.