Íslandssaga fyrir útlendinga : Svona breytti Ísland heiminum

Íslandssaga fyrir útlendinga : Svona breytti Ísland heiminum
Blaðamaðurinn Egill Bjarnason hefur skrifað bók um það hvernig Ísland breytti heimsögunni. Bókin er skrifuð á ensku og hugsuð fyrir útlendinga.

N4 ritstjórn11.06.2021

„Þetta er galgopalegri stíll en í hefðbundnum sögubókum," segir blaðamaðurinn Egill Bjarnason. Í glænýrri bók sem ber heitirð „How Iceland changed the world" segir hann frá því hvernig Ísland breytti heiminum. Það er útgáfurisinn Penguin sem gefur bókina út.

Þó titilinn sé rembingslegur segir höfundurinn að allt sé þetta til gamans gert. Textinn í bókinni sé mun aðgengilegri en textinn í þungum sögubókum og til þess fallinn að vekja áhuga útlendinga á Íslandssögunni. „Kjarninn í bókinni er Íslandssagan þó áherslan sé á heimssöguna að einhverju leyti," segir Egill sem sagði frá bókinni í þættinum Að norðan nýlega. Þar kom fram að í bókinni er fjallað um áhrif Íslendinga á landafundina á sínum tíma, bandarísku tunglfarana sem komu norður til að æfa sig, þátt Íslendinga í kalda stríðinu o.s.frv.

Kom upphaflega hjólandi til Húsavíkur

Egill býr á Húsavík en hann starfar sem blaðamaður í lausamennsku, aðallega fyrir AP fréttaveituna en hann er með starfsstöð hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Í viðtalinu í Að norðan sagði hann frá því hvernig það kom til að hann endaði á Húsavík, en hann kom þangað upphaflega á reiðhjóli. Bókin hans Egils er á ensku og er hún fáanleg í Eymundsson. Það er útgáfurisinn Penguin sem gefur bókina út og þá hafa einhver lönd sýnt áhuga á þýðingarréttinum.