laugardagur 13. nóvember 2021

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar
Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Rauði krossinn við Eyjafjörð og Hjálparstarf kirkjunnar hafa frá árinu 2012 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Mynd: Unsplash/Ben White

N4 ritstjórn25.11.2021

Velferðarsjóður Eyjafjarðar hefur hafið fjáröflun vegna jólaaðstoðar sinnar. Söfnunarféð er notað til að kaupa gjafakort sem einstaklingar geta verslað mat fyrir.

Um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar sem Velferðarsjóðurinn hefur veitt eins og undanfarin ár. Velferðarsjóðurinn er samstarfverkefni Rauða krossins við Eyjafjörð, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og Hjálpastarf kirkjunnar. Söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu rúmlega 400 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári, sem var aukning um 25% á milli ára. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu eru enn illa stödd fjárhagslega og þurfa á aðstoð að halda. Þeir sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er bent á söfnunarreikninginn 0302-13-175063 kt. 460577-0209.

Jólaaðstoðin stefnir að því úthluta fyrst og fremst úttektarkortum en ef um aðrar gjafir er að ræða eru fólk og fyrirtæki beðið um að koma þeim til þeira í síðasta lagi 8. desember. Úthlutun til fjölskyldna og einstaklinga fer fram í vikunni á eftir.