Kertafleyting fyrir frið í kvöld

Kertafleyting fyrir frið í kvöld
Mynd: Unsplash/Mike Labrum

N4 ritstjórn09.08.2022

Samstarfshópur um frið á Akureyri stendur fyrir kertafleytingu á Leirutjörn í kvöld. Kertafleytingin er til þess að minna fólk á það sem átti sér stað á þessum degi árið 1945 svo sagan endurtaki sig ekki. 

Hefð er komin fyrir því að Samstarfshópur um frið á Akureyri standi fyrir kertafleytingu við Leirutjörn þann 9. ágúst ár hvert og minnist helsprengjanna yfir Hirosima og Nagasaki árið 1945.  Um leið og helsprengjanna er minnst er kertafleytingin jafnfram mótmæli við sprengingum hervalda dagsins í dag víða um heiminn.  Athöfnin hefst kl. 22 og verða flotkerti á svæðinu.  Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur ávarp á staðnum. 

 

 

Deila