föstudagur 28. janúar 2022

Viðhaldsvinna er í gangi - þökkum biðlundina og afsökum alla hnökra sem geta komið upp tímabundið :)

Jólalegt föstudagskvöld í miðbæ Akureyrar

Jólalegt föstudagskvöld í miðbæ Akureyrar
Kósíheit í miðbæ Akureyrar á árlegu kertakvöldi. Mynd: Úlfar Gunnarsson

N4 ritstjórn28.01.2022

Hið árlega kertkvöld í miðbæ Akureyrar verður haldið föstudagskvöldið 3. desember. Þá verða götuljós slökkt og verslanir kveikja á kertum. Ýmsar uppákomur verða í miðbænum en verslanir verða opnar til kl. 22.

Hefð hefur skapast fyrir því að verslanir og fyrirtæki í miðbæ Akureyrar taki höndum saman rétt fyrir jólin og haldi kertakvöld. Þá er dregið úr raflýsingu eins og kostur er í miðbænum og boðið upp á huggulegheit í anda jóla fortíðarinnar. Í ár verður kertakvöldið haldið föstudagskvöldið 3. des og verður ýmislegt skemmtilegt í boði í miðbænum af því tilefni. Til dæmis verður boðið upp á grillaða sykurpúða fyrir krakka milli kl. 20-22. Þá eru afsláttartilboð í einhverjum verslunum og fasteignasalan Eignaver ætlar að bjóða upp á veitingar mili kl. 16 og 18.

Deila