Kynvættir, galdrar og töfrar

Kynvættir, galdrar og töfrar
Mynd: Dagbók Drekagyðjunnar á Facebook

N4 ritstjórn15.11.2022

Málverkasýningin Kynvættir meðal vors opnar í Listakoti Dóru, Vatnsdalshólum, laugardaginn 19. nóvember. Sýningin stendur til 20. desember en verkin á sýningunni eru gerð af Guðrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur. 

Á opnunardaginn verður sýningin opin milli kl. 13.00 og 18.00 en hún er haldin  í sýningarsal Listakots Dóru í Vatnsdalshólum á Norðurlandi vestra. Þessa fyrstu sýningarhelgi verður listamaðurinn á staðnum. Þema sýningarinnar um kynvættir sem hafa verið þjóðsögum sem eru nánast gleymd í skjölum og geymslum. 

 

Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er stúdent frá Myndlistabraut  FB. Hún hefur verið viðloðandi listaheiminn frá barnsaldri og tekið þátt í sýningum og viðburðum lengi. Hins vegar er þetta hennar fyrsta einkasýning. Guðrún hefur fengist við allskonar list og sköpun og er á lokasprettinum að gefa út bók sem kemur út eftir fáeinar vikur. Bókin ber heitið Dagbók drekagyðjunnar og gerist á tímum galdra - töfra – ævintýra og fantasía. Bókin verður kynnt og seld í Listakoti Dóru um leið og hún kemur út.

Deila