Landsmönnum boðið að skoða Vilhelm Þorsteinsson EA í kvöld

Landsmönnum boðið að skoða Vilhelm Þorsteinsson EA í kvöld
Skipið er í raun fljótandi tölvuver. Brúin er um 150 fermetrar að stærð og margar tækninýjungar er þar að finna / mynd n4.is/Árni Rúnar Hrólfsson

Karl Eskil Pálsson05.04.2021

Nýtt uppsjávarveiðiskip Samherja, Vilhelm Þorsteinnsson EA 11 er eitt glæsilegasta skip íslenska flotans. Margar tækninýjungar eru í skipinu, sem kostar hátt í sex milljarða króna.

Vegna heimsfarandursins er ekki hægt að sýna skipið almenningi með hefðbundnum hætti, þess í stað sýnir N4 í kvöld þátt,þar sem fjallað er um hátæknina um borð.

„Ég hef beðið mjög lengi eftir komu nýs Vilhelms. Núna eru liðin tvö og hálft ár frá því skrifað var undir samninga um smíðina en heimsfaraldurinn tafði smíðina. Ég er afskaplega ánægður með útkomuna enda samvinnan við dönsku skipasmíðastöðina frábær, auk þess sem áhöfnin og fleiri lögðu sitt að mörkum varðandi tæknibúnaðinn og alla aðstöðu um borð,“ segir Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja.

Þátturinn um nýjan Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er á dagskrá N4 í kvöld klukkan 20:00.

Gjörið svo vel, gangið um borð „heima í stofu.“