Lilja Pálma ræðst í endurbætur á Hofskirkju

Lilja Pálma ræðst í endurbætur á Hofskirkju
Endurbætur eru hafnar á kirkjunni sem er á jörð Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd. Mynd: Snæfríður Ingadóttir

N4 ritstjórn18.10.2021

Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir á Hofskirkju í Skagafirði. Kirkjan er staðsett á Hofi, jörð Lilju Pálmadóttur á Höfðaströnd, sem sér fyrir sér aukna nýtingu á kirkjunni að endurbótum loknum.

Eins og kom fram í fréttum á síðasta ári þá þurfti Hofs­sókn á Hofsósi að höfðað eign­ar­dóm­mál fyr­ir Héraðsdómi Norður­lands vestra um að fá timb­ur­kirkju frá 1871 til eign­ar í því skyni að af­henda hana Lilju Pálma­dótt­ur. Lilja á nú réttilega kirkjuna og hefur hafið endurbætur á henni. Kirkjan er staðsett á Hofi, jörð Lilju Pálmadóttur á Höfðaströnd, sem sér fyrir sér aukna nýtingu á kirkjunni að endurbótum loknum.

20210907_172550.jpg

Smiðir vinna nú öllum stundum við endurbætur á kirkjunni sem veitti ekki af andlitslyftingu.

Mikið fúin og sigin

Hofskirkja var bæði sigin og mikið fúin þegar framkvæmdir hófust. Endurbæturnar eru seinlegar þar sem vinna þarf margt með gömlum aðferðum og samkvæmt reglum um endurgerð friðaðra húsa, því kirkjan er orðin 150 ára gömul. N4 leit nýlega við í kirkjunni og ræddi þar við Einar Guðmannsson frá Trésmiðjunni Ýr um framkvæmdirnar og fékk um leið Hjalta Pálsson, ritstjóra Byggðasögu Skagafjarðar til þess að rifja sögu kirkjunnar upp, en á Hofi hefur lengi verið kirkjustaður eða allt frá tíð Guðmundar góða Hólabiskups.

Hér fyrir neðan má sjá innslagið um endurbæturnar í heild sinni.

Deila