Logi og Hilda Jana leiða framboðslista Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Logi og Hilda Jana leiða framboðslista Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi
Fjórir efstu frambjóðendur Samfylkingarinnar

Karl Eskil Pálsson07.04.2021

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti í kvöld framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar.

Formaður flokksins, Logi Einarsson skipar fyrsta sætið og í öðru sæti er Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri. Samfylkingin fékk tvo þingmenn í síðustu kosningum.

Í þriðja sæti er Eydís Ásbjörnsdóttir framhaldsskólakennari og forseti bæjarstjórnar, Eskifirði.

Kjartan Páll Þórðarson íþrótta- og tómstundafulltrúi á Húsavík er í fjórða sæti og í því fimmta Margrét Benediktsdóttir háskólanemi á Akureyri.

Næstu sæti skipa:

Margrét Benediktsdóttir, Akureyri

Sigurður Vopni Vatnsdal Gíslason, Vopnafirði

Ísak Már Jóhannesson, Akureyri

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, Neskaupstað

Ólafur Haukur Kárason, Siglufirði

Guðrún Einarsdóttir, Húsavík

Jóhannes Óli Sveinsson, Akureyri

Nanna Árnadóttir, Ólafsfirði

Baldur Pálsson, Egilsstöðum

María Hjálmarsdóttir, Eskifirði

Sigríður Huld Jónsdóttir, Akureyri

Magni Þór Harðarson, Eskifirði

Björgvin Valur Guðmundsson, Stöðvarfirði

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Akureyri

Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvík

Kristján L. Möller, Siglufirði