Matur með ást og vellíðan í Eyjafjarðarsveit

Matur með ást og vellíðan í Eyjafjarðarsveit
Hrefna Ingólfsdóttir og Nína Margrét leiða saman hesta sína á Ásum í Eyjafjarðarsveit þar sem haldin verður nærandi helgi dagana 16.-18. apríl. Fleiri námskeið eru á prjónunum.

N4 ritstjórn07.04.2021

Stöllurnar Nína Margrét Pálmadóttir og Hrefna Ingólfsdóttir standa fyrir nærandi helgi í Eyjafjarðarsveit í apríl. Þar nærist bæði likami og sál í fallegu umhverfi.

Nína Margrét Pálmadótir hefur unnið með sjálfsrækt í 30 ár. Hún og Hrefna Laufey Ingólfsdóttir leiða nú saman hesta sína en Hrefna Laufey rekur ferðaþjónustu að Ásum í Eyjafjarðarsveit og þar ætla þær stöllur að bjóða upp á nærandi námskeið dagana 16.-18.apríl. Nína Margrét, sem hefur lokið námi sem reikimeistari og er með kennararéttindi fyrir þerapíuna; „Lærðu að elska þig“ og „Ný sýn“ ásamt mörgu öðru segir að hún hafi strax heillast af Ásum. „Ég fann hvað það var einstök orkan þar, hvað manni leið vel þar og öll umgjörðin er svo frábær, svo hlý og góð þannig ég sá að það myndi henta vel fyrir nærandi námskeiði," segir Nína Margrét en þær stöllur voru í viðtali í Föstudagsþættinum á N4.

Matur með ást

Hrefna Laufey lofar því að dekrað verði við þátttakendur hvað mat varðar en hún hefur mjög gaman af því að dekra við gesti sína með góðum mat. „Fólk finnur að ég elska þetta. Maturinn er betri ef það er ást í honum," segir Hrefna Laufey. Á Facebook má fá nánari upplýsingar um dagskrá námskeiðisins en markmið helgarinnar er að allir fari heim sáttir með sig og sitt. Upplifi meiri lífsskilning, kraft, sjálfstyrk, vellíðan og gleði. „Við förum í göngutúra, farið er yfir peningamálin, hvaða áhrif æskan hefur á fullorðinsárir, " sögðu þær m.a í viðtalinu í Föstudagsþættinum sem sjá má í heilui lagi HÉR.