Matur, vörur, gisting og afþreying í Gróðurhúsinu

Matur, vörur, gisting og afþreying í Gróðurhúsinu
Mynd: thegreenhouse.is

N4 ritstjórn26.07.2022

Gróðurhúsið er glænýr stoppustaður á Suðurlandi sem ferðafólk á leið um Hveragerði ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Staðurinn er allt í senn;  mathöll, bar, verslun, ísbúð og hótel. 

 

 

Gróðurhúsið í Hveragerði opnaði í desember 2021 en um er að ræða risastórt hús með alls konar veitingasölu og vörusölu á neðri hæðinni og hóteli á þeirri efri.  Helgi Óttar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Gróðurhússins, var í viðtali í þættinum Að sunnan á N4 og sagði nánar frá starfssemi Gróðurhússins og þá ekki síst nafninu á staðnum. Hveragerði er náttúrulega bara þekkt fyrir gróðurhús sín og við erum græn og með fullt af gróðri. Húsið var byggt með sjálfbærni í huga og við fórum í vinnu með Mannvit við að fá Breeam alþjóðlega vottun. Við lögðum mikla áherslu á þetta og húsið var byggt með það í huga."

 

Aukið líf og þjónusta í Hveragerði

Helgi Óttar segir að vel hafi verið tekið á móti Gróðurhúsinu ekki síst af heimamönnum sem eru himinlifandi með staðinn. Maður finnur það bara á aðsókninni frá heimamönnum," segir Helgi og bætir við að frá árinu 2000 hafi Hveragerði stækkað um 50% og því kominn tími á að fá aukið líf og þjónustu á svæðið. Svo hefur þetta verið unnið í miklu samstarfi við sveitarfélagið og bæjarstjórn, þetta hefur eiginlega bara gengið framar vonum." 

 

Room-with-views-at-the-Grennhouse-hotel-in-Hveragerdi-1.jpg

 

Ziplína á leiðinni

Aðspurður út í muninn á mathöllinni í Gróðurhúsinu og mathöllunum sem finnast í Reykjavík segir hann að Gróðurhúsið sé meiri lífstíll og mun meira en mathöll. Svo erum við í Reykjadalnum með skála og kaffihús og þar fyrir ofan er laugin. Við viljum bara halda áfram þessari uppbyggingu. Það kemur mega ziplína þar í ágúst, kílómetra leið. Við viljum bara að hér verði fullt að gera og mikið líf. Þú getur komið og gist, borðað, keypt vörur og farið í afþreyingu."

 

Viðtalið við Helga Óttar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Deila