Með adrenalínið í botni á ferð um Ísland

Með adrenalínið í botni á ferð um Ísland
Nýjasta nýtt á Íslandi! Hoppland á Akranesi.

N4 ritstjórn01.08.2022

Það er sannarlega hægt að fá blóðið til að flæða um æðarnar á ferð um Ísland í sumar. Fyrir þá sem vilja virkilega finna fyrir því að þeir séu á lífi stingum við upp á þessum þremur möguleikum. 

Hoppland á Akranesi 

Á Akranesi er hægt að hoppa af 10 metra palli út í sjó hjá Hoppland. Fyrirtækið var að hefja starfsemi núna í vor og er einnig með námskeið fyrir krakka í sumar. Hægt er að leigja blautbúninga á staðnum. Fullkomið fjör fyrir fjölskyldur, vinahópa og vinnustaði, eða bara alla þá sem vilja skora á sjálfa sig. Sjá nánar á hoppland.is 


 

Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum

Adrenalíngarðurinn er stærsti og eini þrautagarður sinnar tegundar á Íslandi. Hann er í um 35 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og þar er að finna þrautir við allra hæfi. Þrautirnar reyna á ólíka þætti eins og t.d styrk, útsjónarsemi, jafnvægi og samvinnu. Nánari upplýsingar á adrenalin.is


 

Zipplína í Vík 

Í Vík er hægt að skella sér í ævintýri hjá Zipline Iceland en ferðin samanstendur af af gönguferð um Grafargil og að zipp línunum sem liggja um stórbrotið landslag. Línurnar eru fjórar talsins og er sú lengsta 240 metra löng. Þá er fyrirtækið einnig komið með samstarfsaðila á Akureyri en þar er hægt að skella sér í zipplínuævintýri við Glerá. Sjá nánar  á zipline.is

 

 


 

Deila