Metmánuður í sjúkraflugi á Akureyri

Metmánuður í sjúkraflugi á Akureyri

N4 ritstjórn03.08.2022

Mikil aukning hefur verið í sjúkraflugi Mýflugs, slökkviliðs Akureyrar og sjúkrahússins á Akureyri í júlí mánuði. Flogið var með 128 sjúklinga í 120 sjúkraflugum í mánuðinum.

Árið 2021 voru farin 893 sjúkraflug, sem gera ríflega 70 sjúkraflug að meðaltali á mánuði, segir í tilkynningu frá Slökkviliðinu á Akureyri.  Því er þessi aukning talsvert mikil og met mánuður í sögu sjúkraflugsins.  Þrátt fyrir mikla aukningu í sjúkraflugum í júlí mánuði þá er heilt yfir mikil aukning á sjúkraflugum, samanber á sama tíma 2021 voru komin 483 sjúkraflug en eru nú komin í 537.

 

Einn eða fleiri sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði Akureyrar fara með í hvert sjúkraflug auk læknis sem fer með í alvarlegri tilfelli. Í júlí fóru læknar frá SAK í 47 flug sem gerir tæplega 40% fluga.  Staðsetning fluganna í júlí er misjöfn þó stærsti hluti fluganna sé REY-AEY og AEY- REY eins og sjá má á hér að neðan.


 

image002.png

Deila