Norðlenskt rokk í Hofi

Norðlenskt rokk í Hofi

N4 ritstjórn23.11.2022

Hljómsveitin Miomantis kemur fram ásamt hljómsveitinni Hugarró í Hofi þann 24. nóvember 2022. Miomantis er hljómsveit sem hefur starfað á Akureyri frá árinu 2019 og spila þungdrifið rokk .

Tónlist sveitarinnar hefur verið líkt við Metallica, Alice In Chains, Nirvana, Melvins og fleiri í þeim anda. Sveitin hefur sent frá sér þrjár EP plötur (Miomantis, BLEAK, The Mantis) og er að taka upp fjórðu.  Sveitin er skipuð þeim: Davíð Máni Jóhannesson: Söngur/Gítar, Zophonías Tumi Guðmundsson: Bassi og  Bjarmi Friðgeirsson: Trommur. 

 

Farnir að syngja 

Davíð og Bjarmi komu í viðtal í Föstudagsþættinum og þar sagði Davíð þetta um tónleikana.  Við erum að fara að flytja nokkur ný lög. Við gáfum út tvö ný lög í október og þau voru fyrstu lögin okkar með söng. Við erum að flytja nokkur fleiri með söng ásamt einhverjum ábreiðum." Strákarnir hafa verið öflugir við æfingar síðasta hálfa árið en þeir spiluðu m.a. á Gauknum sl. vor sem þeim fannst frábært. Viðtalið við þá í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 

 

Deila