Nornagaldur í Grundarfirði

Nornagaldur í Grundarfirði
Alexandra Dögg framleiðir græðandi vörur í Grundarfirði. Mynd: Facebooksíða Alexöndru

N4 ritstjórn23.09.2022

Í Grundarfirði er fyrirtæki sem framleiðir te og húðvörur úr íslenskum og mexíkóskum jurtum. Fyrirtækið heitir La Brújería sem þýðir nornagaldur á spænsku. 

Ég valdi spænskt nafn á fyrirtækið því þetta eru vörur sem ég er að gera bæði úr íslenskum og spænskum jurtum," segir Alexandra Dögg Sigurðardóttir, eigandi La Brújería sem framleiðir ýmsar húðvörur, munnsprey o.fl. í Grundarfirði.  Ég hef sterka tengingu við Mexíkó, er búin að búa þar í mörg ár og maðurinn minn er mexíkanskur."

 

Margar áhrifaríkar jurtir í Mexíkó

Alexandra heillaðist af jurtafræði í Mexíkó en þegar hún kom heim til Íslands sökkti hún sér niður í bækur um íslenskar jurtir og nýtir þær einnig í vörur sínar í bland við lækningajurtir frá Mexíkó. En hvernig kom það til að hún stofanði La Brújería og fór að selja vörur með þessum jurtum?  Ég var alltaf að gera vörur fyrir sjálfan mig úti og prufa mig áfram . En svo byrjaði ég hægt og rólega að þróa þessa vörulínu," segir Alexandra. Hún segir að í Mexíkó finnist margar áhrifaríkar jurtir meðal annars jurt sem hún notar í  Aztek spreyið.   Þetta er algjört galdralyf við hósta, hálsbólgu og munnangri. Svo er hægt að nota þetta á húðina líka fyrir sveppasýkingar og vörtur. Það ekki að ástæðulausu sem þessi jurt hefur verið notuð til lækninga í Mexíkó í svona mörg ár," segir Alexandra en þegar þátturinn Að Vestan á N4 heimsótti hana sagði hún m.a. frá því hvernig hún kynntist þessari jurt fyrst þegar hún var með tannverk í Kolumbíu.  

 

 

  

Deila