Víða liggja vegamót með Vegamótaprinsinum

Víða liggja vegamót með Vegamótaprinsinum
Vegamótaprinsinn verður með sinn eigin sjónvarpsþátt á N4 í vetur.

N4 ritstjórn30.09.2022

Gísli Ægir, sem gengur líka undir nafninu Vegamótaprinsinn, er í miðjum tökum á þáttunum Víða liggja vegamót sem sýndir verða á N4 í nóvember. Um er að ræða líflega og skemmtilega þætti þar sem matur, menning og tónlist er í forgrunni

Matreiðslumaðurinn Gísli Ægir Ágústsson var gestur í Föstudagsþættinum á N4 og sagði þar nánar frá þáttunum sem eru að hans sögn býsna skemmtilegir en farið verður um víðan völl í þáttunum.  Ég verð Gísli á Uppsölum eitt kvöld og elda kjötsúpu á Uppsölum. Þar fengum við Elvar Loga í heimsókn sem setti upp einleik um Gísla og við krifjum aðeins söguna . Svo buðum við Þröstur Leó í veislu niður í fjöru á Bíldudal. Ég segi alltaf að hann er hinn kokkurinn á Íslandi sem er meiri hamfarakokkur en ég. Svo vorum við á sjómannadaginn á Patró og ég er að fara að taka upp þátt með Fjallabræðrum í næstu viku. Og svo er einn þáttur eftir og hann kemur á óvart en hann mun sennilega gerast á Tenerife," segir Gísli Ægir. 

 

HÉR má sjá nánari upplýsingar um þáttinn,  en viðtalið við Gísla Ægir má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. 

 

Deila